Skip to main content

Almennir viðskiptaskilmálar

Viðskiptaskilmálar og reikningsviðskipti

Viðskiptarskilmálar

Seljandi er Bitter efh, Dalvegi 10 – 14, 201 Kópavogi, kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi.  Viðskiptin miðast við staðgreiðslu og afhendingu á vörunni úr vöruhúsi Bitter ehf, þegar greiðsla hefur borist.

Reikningsviðskipti

Hægt er að sækja um reikningviðskipti, ef umsækjandi er einstaklingur þarf viðkomandi að vera fasteignaeigandi og ekki á vanskilaskrá. Ef umsækjandi er lögaðili sbr. einkahlutafélag ( ehf ), þá þarf útfyllt og undirrituð ábyrgðaryfirlýsing að fylgja umsókninni. Skilyrt er að hluthafi eða eigandi félagsins ábyrgist úttektir þess og lýtur sá eða sú hin sama skilmálum einstaklings. ( Sjá Tryggingar). Fjármálastjóri metur umsóknir og áskilur sér allan rétt til að hafna eða samþykkja umsókn hverju sinni.

Greiðsluskilmálar

Viðskiptareikningar eru mánaðarreikningar, úttektartímabil er hver almanaksmánuður og hafa þeir skilgreind lánamörk og greiðslufresti sem taka breytingum samhliða eðli og umsvifum viðskipta hvers og eins.

Gjalddagi skuldar á viðskiptareikningi hvers mánaðar er 1. næsta mánaðar. Eindagi er 10 dögum síðar, nema um annað hafi verið samið.

Greiðsluseðlar

Greiðsluseðlar eða viðskiptayfirlit eru send viðskiptamönnum í byrjun hvers mánaðar. Hafi viðskiptamaður athugasemd við viðskiptastöðu eða reikning(a) ber honum að koma henni á framfæri án tafar og í síðasta lagi innan 10 daga, að öðrum kosti telst reikningur samþykktur.

Dráttarvextir

Dráttarvextir, eins og þeir eru auglýstir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands, reiknast frá gjalddaga dragist greiðsla fram yfir eindaga.

Vanskil

Falli skuld í eindaga má viðskiptamaður eiga von á að innheimtubréf og innheimtuviðvörun verði send til hans frá Inkasso og áskilinn er réttur til að skuldfæra kostnað samfara þessari innheimtu á viðskiptareikning viðskiptamanns í samræmi við ákvæði innheimtulaga nr. 95/2008.

Sé innheimtubréfum og innheimtuaðvörun ekki sinnt, áskilur seljandi sér fulla heimild til að senda viðskiptaskuld í lögfræðiinnheimtu.

Við vanskil áskilur seljandi sér, án frekari fyrirvara, rétt til að loka viðskiptareikningi vanskilaaðila og endurskoða lánamark og afsláttarkjör.

Eignarréttarfyrirvari

Hið selda skal vera eign seljanda þar til varan er að fullu greidd og lúta algeru eignarhaldi seljanda þar til kaupandinn hefur greitt vörurnar að fullu samkvæmt sölusamningi samanber G kafla laga nr. 76/1997. *) Skuldaviðurkenning og greiðsla með greiðslukortum eða öðrum áþekkum greiðslumiðlum afnema ekki eignaréttinn fyrr en full skil hafa verið gerð. Sala, framsal, veðsetning eða ráðstöfun vöru, sem ekki er að fullu greidd, er óheimil án undangengis samþykkis Bitter ehf.

Tryggingar

Reikningsviðskipti í formi mánaðarlegra viðskipta byggjast á gagnkvæmu trausti þeirra sem að standa. Engu að síður er oft um það háar lánsfjárhæðir að ræða að Bitter ehf. fari fram á tryggingar. Fjármálastjóri metur hverju sinni hvort þörf sé á tryggingum.

Tryggingarform eru eftirfarandi:

 • Sjálfskuldarábyrgð
  Eigandi/eigendur gangast í ábyrgðir fyrir úttektum félagsins hjá Bitter ehf.  Viðkomandi þarf að uppfylla sömu skilyrði og einstaklingar sem sækja um þ.e.a.s. vera fasteignaeigandi og ekki á vanskilaskrám. Upphæð ábyrgðar skal taka mið af áætlaðri úttekt félagsins.
 • Bankaábyrgð
  Viðskiptabanki umsækjanda ábyrgist úttektir viðkomandi hjá Bitter ehf. Í flestum tilfellum er tilgreind upphæð sem um ræðir og eins gildistími ábyrgðar. Greiðslu þarf ávallt að inna af hendi fyrir lok gildistíma ábyrgðar.

*) Seljandi og kaupandi gera með sér skriflegan samning og hann undirritaður af báðum.

Sölu og þjónustuskilmálar

Verð

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust, t.d. vegna verðbreytinga birgja eða breytinga á gengi gjaldmiðla.

Afhendingar

Seljandi afhendir vörur eftir útgáfu reiknings og mótttöku á greiðslu samkvæmt afgreiðsluseðli. Afhending allra vöru er miðuð við vöruhús Bitters ehf nema að um annað sé samið sérstaklega.

Sendingarkostnaður

Kostnaður vegna hraðsendinga eða annarra sérstakra óska kaupanda er bætt við söluverð eða skuldfært sérstaklega sem viðbótarkostnaður

Gildistímar tilboða

Gildistími tilboða eru 15 dagar, nema annað sé tekið fram. Ef tilboðsverð er bundið við erlenda gjaldmiðla, skal uppgjör miðað við sölugengi gjaldmiðlaskv. gengisskráningu Seðlabanka Íslands á uppgjörsdegi. Uppgjörsdagur telst vera þegar Bitter ehf tilkynnir kaupanda um að hið keypta sé tilbúið til afhendingar.

Afsláttarkjör

Afsláttarkjör Bitter ehf byggja annars vegar á innra vöruflokkakerfi félagsins og hins vegar starfsemi viðskiptavinar og umfangi viðskipta. Bitter ehf áskilur sér rétt til að breyta einhliða gildandi afsláttarkjörum.

Skilaréttur

Kaupandi hefur skilarétt á vörunni og getur fengið endurgreiðslu á kaupverði vörunnar innan 30 daga frá því dagsetningu reiknings og framvísun hans. Varan fæst einungis endurgreidd ef hún er óskemmd og í helium óopnuðum umbúðum ef það á við. Ekki er um skilarétt að ræða á vöru sem hefur verið sérpöntuð fyrir kaupanda. Ekki er skilaréttur á vörum keyptum á útsölum, rýmingarsölum eða á sérstöku tilboðsverði. Kaupandi skal skila vörum í vöruhús Bitters ehf á sinn kostnað.

Ábyrgðarskilmálar

 1. Virki hið selda ekki sem skildi skal kaupandi tilkynna Bitter ehf, um væntan galla þegar í stað. Jafnfram skal kaupandi gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að lágmarka frekar tjón.
 2. Ábyrgðarskilmálar seljanda eru 12 mánuðir nema ef íslensk lög (lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, neytendakaup, nr. 48/2003 og þjónustukaup, nr. 42/2000) kveða á um annað, eða um annað hafi verið sérstaklega samið. Notaður búnaður sem seldur er sem slíkur, nýtur ekki ábyrgðar, nema um það sé samið sérstaklega.
 3. Reikningur fyrir hið selda, vöru og eða þjónustu, gildir sem ábyrgðarskírteini og hefst ábyrgðartími, þegar hið selda hefur verið innt af hendi, eða við dagsetningu reiknings, hvort sem fyrr er.
 4. Framleiðandi hins selda og seljandi skuldbinda sig til að lagfæra alla framleiðslugalla sem koma í ljós innan umsamins ábyrgðartíma án endurgjalds, nema um annað sé samið eða kveðið á um í lögum um lausafjárkaup. Þessar skuldbindingar falla niður ef:
  • Kaupandi hefur sjálfur lagfært hið selda án undangengins skriflegs samþykkis framleiðanda eða seljanda.
  • Gallinn stafar af rangri meðferð og eða notkun kaupanda á hinu selda sem ekki telst vera í samræmi við venjubundna notkun og/eða lýsingarkröfur framleiðanda/seljanda, þar með talið ef rekja má umræddann galla til búnaðar eða íhluta sem hefur verið tengdur við hið selda sem telst ekki viðurkenndur.
  • Viðgerðir og viðhald hins selda hefur verið innt af hendi af öðrum en framleiðanda eða fulltrúa hans. Þetta ákvæði gildir ekki ef framleiðandi eða fulltrúi hans hefur heimilað viðgerðina.
  • Gallinn stafar af ástæðum, þar með talið óhreinindi, sem varða kaupanda eða þriðja aðila sem kaupandi ber ábyrgð á.
  • Að ekki hafi verið farið að leiðbeiningum framleiðanda við vinnu við efnið.

Kvörtunarfrestur

Kvörtunarfrestir taka til þess að kaupendur geta kvartað innan lögbundinni kvörtunartíma ef sannast að vara hafi verið haldin galla. Kaupendur geta ekki kvartað eða gert kröfu um viðgerðir ef um eðlilegt slit á vöru er að ræða eða ef vara bilar vegna slæmrar eða rangrar meðferðar sem verður á söluhlut í meðförum viðskiptamanna ínnan kvörtunarfresta.

Sannarlegir gallar sem talið er að hafi verið til staðar við kaupin og koma fram síðar og innan kvörtunrfresta er það sem seljanda ber eingögu að bæta. Komi upp grunur um galla ber kaupendum að tilkyna um slíkt án ástuðulauss dráttar.

Ábyrgð kaupanda

Kaupendur bera ábyrgð á að kaupa vörur sem hæfa þeirri starfsemi sem varan er ætluð til.
Vörur sem seldar eru til iðnaðarmanna og verktaka,  fyrir verslunar, skrifstofu og stofnanahúsnæði eru oft vandaðri og einnig dýrari en vörur sem seldar eru til notkunar á heimilum og fyrir einstaklinga.   Sé vara sem ætluð er til nota fyrir einstaklinga notuð í öðum tilgangi (t.d. fyrir iðnaðarmenn eða verktaka) þá hefur kaupandi ekki rétt á að kvarta vegna meintra galla sem upp kunna að koma þar sem varan var ekki gerð fyrir slíka notkunn eða álag.

Þá ber kaupendum  að kynna sér vel meðferð hins selda og fara að öllu leyti eftir leiðbeiningum sem framleiðendur eða seljandi upplýsa um.

Sé vara auglýst með sérstökum ábyrgðartíma sem er lengri en lögbundnir kvörtunarfrestir segja til um gildir sú ábyrgð framleiðanda.    Slíkar ábyrgðir eru oftast háðar ákveðnum skilyrðum sem kaupendur þurfa að uppfylla og er kaupendum bent á að kynna sér þau skilyrði sérstaklega.

Seljandi á  ávalt rétt á að yfirfara hið selda og meta hvort um galla er að ræða sem seljandi ber ábyrgð á og koma hinu selda í samt lag.

Leiðbeiningar fyrir skilmála og skilyrði

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann

 • Bitter ehf, Dalvegi 10 -14, 201. Kópavogur,  Sími 595-0570, parki@parki.is

Bitter ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. (Nafn fyrirtækis) ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá (nafn fyrirtækis) til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. Frí heimaending er á pöntunum 1.000 kr og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.