Skip to main content

Um okkur

Við erum rífandi stolt af versluninni okkar og höfum við stækkað við okkur og aukið vöruúrvalið til muna. Ásamt því að bjóða upp á breitt úrval af parketi, flísum, hurðum og mottum þá erum við nú einnig með glæsilega eldhús- og baðinnréttingar svo eitthvað sé nefnt

Um innanhúshönnun verslunarinnar sá Go-Form sem samanstendur af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni. Markmið hönnuðanna var að skapa ferskt umhverfi sem ýtir undir innblástur og sköpunargleði.

Katrín Pétursdóttir sá svo um að gefa hvítu og stílhreinu yfirbragði Parka ævintýralegan blæ með glæsilegum listaverkum sínum sem voru sérhönnuð fyrir okkur.

Við bjóðum alla velkomna í verslunina til þess skoða vöruúrvalið, fá sér kaffi á barnum, skoða nýjustu lífstíls- og hönnunartímaritin og fá eintak af Parka bæklingnum.

Um Fyrirtækið

Hlutverk Parka er að bjóða heildarlausnir í innréttingum húsa.

Stefna Parka er að bjóða upp á framúrskarandi vörur og þjónustu á sviði innréttinga húsnæðis á sanngjörnu verði.

Starfsfólk Parka býr yfir umfangsmikilli reynslu og þekkingu á sviði innréttinga húsnæðis.

Viðskiptavinir okkar geta verið öruggir um að fá vandaða og faglega ráðgjöf um allt er lýtur að innréttingum híbýla, jafnt heimila, sem verslana, skrifstofuhúsnæðis og annars konar húsnæðis. Við höfum ráð undir rifi hverju.

Gildi, sem Parki hefur að leiðarljósi í starfsemi sinni:

  • Gæði
  • Frumkvæði
  • Framúrskarandi þjónusta og ráð undir rifi hverju
  • Viðskiptavinurinn í öndvegi
  • Hagsýni í notkun fjármagns
  • Virðing fyrir umhverfinu
  • Gott og hvetjandi starfsumhverfi

Einn þáttur í umhverfisvernd Parka er að bjóða eingöngu vörur með umhverfisvottun FSC (Forest Stewardship Council).