Skip to main content

Sýningarsalur

Stílhreint yfirbragð með ævintýralegum blæ

Við erum rífandi stolt af glæsilega sýningarsalnum okkar þar sem okkar mikla vöruúrval fær að njóta sín.

Um innanhúshönnun verslunarinnar sá Go-Form sem samanstendur af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni. Markmið hönnuðanna var að skapa skemmtilegt og ferkst umhverfi sem ýtir undir innblástur og sköpunargleði.

Katrín Pétursdóttir sá svo um að gefa stílhreinu yfirbragði Parka ævintýralegan blæ með glæsilegum listaverkum sínum sem voru sérhönnuð fyrir okkur.

Við bjóðum alla velkomna í verslunina til þess skoða vöruúrvalið, skoða nýjustu lífstíls- og hönnunartímaritin og fá persónulega ráðgjöf og þjónustu frá starfsmönnum okkar.

Hér fyrir neðan eru myndir úr versluninni