BELIZE-DIAMOND

Belize og Diamond motturnar eru klassískar, gríðarlega vandaðar og gullfallegar mottur úr smiðju Osta Carpets. Um er að ræða línur sem eru orðnar yfir 25 ára gamlar og njóta motturnar gríðarlegra vinsælda ár eftir ár. Ríkulegt og vandað útlit mottanna gerir þær að miklum gersemum.

Með fullkominni samsetningu á ullarlitum og tímalausri hönnun hafa þessar mottur verið meðal þeirra vinsælustu hjá okkur í gegnum árin. Eins og sjá má í upplýsingnum hér að neðan eru motturnar gríðarlega þéttar og efnismiklar og að sjálfsöðgu úr 100% nýsjálenskri ull.

Hver og ein motta er listaverk og skapar skemmtilega stemningu hvort sem það er á nútímalegu- eða klassísku heimili.

Tæknilegar upplýsingar um motturnar:
Hnútar: 1.200.000/m2
Þyngd: 3500g/m2
Efni: 100% ull
Hæð á þráðum: 10 mm.

Stærðir:
80 x 150 cm.
120 x 180 cm.
135 x 200 cm.
160 x 230 cm.
200 x 290 cm.
240 x 340 cm.

Smelltu hér til að sjá allar motturnar sem tilheyra Belize-Diamond línunni.