Teppi

Showing all 9 results

Gólfteppi eru sígild og þau henta vel á flest gólf heimila. Við eigum ávallt mikið úrval á lager og að sjálfsögðu sérpöntum við einnig eftir þínum óskum og afgreiðum á skömmum tíma. Einnig bjóðum við upp á teppaflísar. Við erum gríðarlega stolt að segja frá því að Ege Carpets var valið umhverfisvænasta teppafyrirtæki heims árið 2019.

Teppa­búðin/​Lita­ver, elsta sér­versl­un­in á Íslandi með teppi flutti í versl­un Parka við Dal­veg lok árs 2016. Í Parka hef­ur þess­ari rót­grónu versl­un, verið fund­inn staður í glæsi­legri sér­deild. Teppa­búðin/​Lita­ver var upp­haf­lega verið stofnuð árið 1965 og hefur boðið upp á gæðateppi frá upphafi. Helstu framleiðendur eru EGE Carpets frá Danmörku, Object Carpets frá Þýsklandi, Balta Group frá Belgíu, Condor og Vebe frá Hollandi svo dæmi séu tekin.

Sérstök áhersla er lögð á góða og umfram allt faglega samvinnu við arkitekta og verktaka vegna stærri verka, sem snúa t.d. að hótelum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum.

Helstu eiginleikar gólfteppanna okkar eru mýkt, hlýleiki og mikil gæði. Hafðu samband og fáðu tilboð í efni og vinnu í stigann þinn!

Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um viðhald á Ege gólfteppum ásamt blettatöflu.

Leiðbeiningar um viðhald á ege álags gólfteppum