Skip to main content

Kerfisloft og kerfisveggir

Rockfon sérhæfir sig í framleiðslu á kerfisloftum. Hljóðísogsplöturnar frá Rockfon eru framleiddar úr steinull sem gefur einstaka blöndu af bruna og hljóðísogi í hæsta gæðaflokki. Plöturnar fást í mörgum litum, stærðum og til eru margar útfærslur af köntum sem auðveldar alla hönnun.

Rockfon Steinullarplötur

Steinullarplöturnar frá Rockfon eru í hæsta gæðaflokki þegar kemur að rakaþoli, og þær eru 100% formfastar við 100% loftraka við 40° hita. Rockfon kerfisloftin eru ofnæmisprófuð og ólífræn, bakteríur og mygla getur því ekki þrifist í plötunum. Þetta gerir það að verkum að kerfisloftin henta einstaklega vel í byggingum þar sem farið er fram á gott andrúmsloft og hreinlæti eins og í sjúkrahúsum, skólum, mötuneytum og skrifstofubyggingum.

Rockfon framleiðir einnig höggþolnar hljóðísogsplötur sem henta vel í íþróttahús bæði í loft og veggi.

Hönnunarverðlaunin í Danmörku árið 2007

Rockfon hlaut hönnunarverðlaunin í Danmörku árið 2007 (Den Danske Designpris) fyrir hönnun sína á Fusion kerfisloftum þar sem tekið er tillit til lýsingar og loftræstingar í heildarhönnun.

Rockfon býður einnig uppá hljóðísogsloft í flokki A án sýnilegra leiðara eða samskeyta. Þessi loft henta mjög vel í íbúðarhús og rými þar sem bergmál er mikið en ekki áhugi á hefðbundnu kerfislofti.

Helstu kostir Rockfon kerfisloftanna

  • Margir litir
  • Margar mismunandi stærðir
  • Margar útfærslur af köntum
  • Rakaþolnar
  • Ofnæmisprófaðar
  • Hljóðísog í mismunandi flokkum
  • Síðast en ekki síst eru loftin umhverfisvæn

Hannaðu þitt eigið loft

Rockfon Hönnunartól

En ef ykkur vantar innblástur þá er ykkur velkomið að skoða!


Rockfon Myndir

Heimili

Parki býður í dag mjög góðar lausnir fyrir heimili með sérstaka áherslu á hljóðísogsloft má þar til dæmis nefna Mono loft frá Rockfon sem eru með heilu samskeytalausu yfirborði sem tryggir einfaldleika og fallegt útlit.

Veggir

Parki býður bæði uppá glerveggi úr hertu gleri og hefðbundna kerfisveggi úr gipsi og gleri, frá framleiðendunum Movinord og Optima.

Movinord kerfisveggirnir hafa verið á markaði hér á landi síðan 1996 og hafa verið settir upp í yfir 35.000 m2. Helstu kostir kerfisveggjanna eru m.a. endurnýting efnis við breytingar, góð hljóðeinangrun allt að 45 dB, slitsterkur dúkur á gipsplötum og síðast en ekki síst fljótleg og hreinleg uppsetning.
Movinord kerfisveggir bjóða uppá marga möguleika í uppsetningu þar sem ýmsir möguleikar eru til við að blanda saman gleri og gipseiningum. Prófílarnir fást í 28 mismunandi litum og gipsplöturnar með 24 mismunandi yfirborði.

Felliveggir 

Parthos felliveggirnir frá Hollandi, eru sérstaklega góð lausn þegar deila þarf upp rýmum svo sem fundarsölum, veislusölum og skólastofum svo eitthvað sé nefnt.
Veggirnir frá Parthos fást með ýmsum yfirborðsáferðum, bæði plastlagðir, spónlagðir og í mörgum litum. Hægt er að velja um sýnlega eða falda pófíla á köntum panela.
Hljóðeinangrun felliveggjanna frá Parthos er sérstaklega góð og getur verið allt að 57 dB.
Felliveggjunum frá Parthos er hægt að koma fyrir í flestum rýmum og þeir geta verið yfir 15 metrar á hæð. Einnig er hægt að fá gönguhurð í veggina sem gerir notkun veggjanna mun sveigjanlegri.
Felliveggirnir frá Parthos geta verið með 30 og 60 mínútna brunavörn.