Skip to main content

Hurðir

Parki býður upp á stórglæsilegt úrval af innihurðum.

Innihurðir

Bjóðum upp á yfirfelldar innihurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir og glerhurðir frá Grauthoff í Þýskalandi og vörumerkjum þeirra eru, Astra og HGM. Yfir 100 mismunandi tegundir af sérsniðnum hurðum, margar útfærslur í boði og til í öllum viðartegundum.

Grauthoff

Innihurðirnar frá Grauthoff eru gott dæmi um þýskt hugvit. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem tryggja hljóðeinangrun og brunavörn sérstaklega vel.

Fleki

Fleka innihurðirnar eru mjög vandaðar og glæsilegar. Þær eru íslensk framleiðsla á  JP Innréttingar, trésmíðarverkstæðinu okkar að Skútahrauni 2, Hafnarfirði. Hurðirnar koma í mörgum mismunandi viðartegundum eftir óskum hvers og eins. Hægt er að fá hærri hurðir en venjulega (standard). Til dæmis er hægt að fá hurðir sem eru 240 cm. á hæð.

Glerrammar

Franskir glerrammar og gluggaúrtök koma í stöðluðum gerðum (sjá neðar á síðu). Þegar horft er til hurðar kemur fram lífsstíll okkar og kröfur. Glerlistar geta verið skapandi, kraftmiklir og aðlaðandi. Í boði eru hurðir með frönskum römmum eða gluggaúrtökum eins og teikningarnar sýna. Einnig eru hurðir smíðaðar eftir máli.

Hurðir með frönskum römmum

Hægt er að velja um hornboga eða hringboga sem yfirstykki í frönskum römmum. Rammarnir eru fulllakkaðir eða litlakkaðir. Borað er fyrir skrúfum sem fylgja með. Glerjunarborði er límdur allan hringinn. Gler fylgir ekki með frönskum römmum.

Hurðir með gluggaúrtökum

Hurðum með gluggaúrtökum eða gluggum eftir máli, fylgir glært gler og ísetning. Einnig er hægt að sérpanta fasað eða sandblásið/reyklitað gler. Rammarnir eru settir í á verkstæði og sjást engar skrúfur. Glerjunarborði er límdur meðfram úthring á hverju borði.

Tegundir innihurða

 

Innihurðir, brunavarnahurðir, forstofuhurðir, rennihurðir, glerhurðir, franskir hornbogar, hurðir með gluggaúrtökum

Forstofuhurðir

Bjóðum upp á forstofuhurðir og brunavarnarhurðir. Forstofuhurðir eru mikilvægar enda það fyrsta sem fólk sér. Góð hljóðeinangrun og brunavörn er einnig ómissandi. Bruna- og reykvarnarhuðir frá Grauthoff líta út eins og aðrar spónlagðar hurðir.

Rennihurðir

Rennihurðir eru virk lausn eftir máli og þar sem plássið til að opna hurð er lítið þá eru Grauthoff rennihurðirnar góð lausn. Rennihurðir er hægt að fá í stöðluðum stærðum eða eftir máli. Einnig er hægt að fá þær sem stílrænar hurðir eða úr gegnheilu gleri.

Glerhurðir

Í boði eru hurðir með frönskum römmum eða gluggaúrtökum eins og teikningarnar sýna, sjá skjal hér neðar á síðunni. Glerhurðir eru einnig smíðaðar eftir máli.

Skjöl til prentunar

 

Hér geturðu opnað PDF skjöl, prentað þau út og sent okkur svo í pósti

Myndabanki

 

Hér geturðu skoðað margar skemmtilegar myndir sem geta veitt þér innblástur

Sérpantaðar CPL hurðar frá DANA

Sérpöntun 6-8 vikur. Gríðarlega slitsterkar plastlagðar hurðar.